Ný pinnalína!
Við kynnum með stolti til leiks nýja pinnalínu þar sem má finna bæði gamla og nýja vini. Það sem þau eiga sameiginlegt er að vera algjörir ærslabelgir og elska fjör!
Það eru Tívolílurkurinn Króki, Dilla – fílinn sem elskar vegan ávaxtastangir, vanillubangsinn Stormur og nýjasti meðlimurinn í vinahópnum, fótboltabangsastelpan hún Solla, en ísinn hennar er jarðaberjabangsaís með súkkulaði og eru bæði ísinn og súkkulaðið laktósafrí.