Ísmolar
Emmessís býður upp á ísmola fyrir stærri og minni veislur og uppákomur. Ísmolarnir eru framleiddir úr íslensku vatni.
Athugið að panta þarf ísmola í pokum fyrir kl. 12 til að fá vörurnar afgreiddar næsta virka dag. Afgreiðslutími frauðplastkassa er tveir virkir dagar.
Vörurnar er hægt að sækja í vöruafgreiðslu okkar að Bitruhálsi 1, 110 Reykjavík, virka daga milli kl. 12 og 16.
Við bjóðum einnig upp á 300 ltr. kör, hafið samband í gegnum [email protected] eða í síma 520 4200 fyrir frekari upplýsingar.
Ekki þarf að skrá sig inn til að versla ísmola í vefverslun.
