Veisluís í páskabúningi með makkarónubotni og karamellusósu að hætti GRGS

Veisluísinn er kominn aftur í verslanir! Hafðu páskadesertinn einfaldan og bragðgóðan – Páskarnir eru til að njóta, þetta þarf ekki að vera flókið.

Veisluísbomba að hætti GRGS

Í tilefni af komu Veisluísins á markað fengum við Berglindi hjá Gulur, Rauður, Grænn & Salt til liðs við okkur við gerð uppskriftar fyrir ísinn. Úr varð unaðsleg Veisluísbomba með brownie botni og marengshjúp. Einföld í gerð og dásamlega bragðgóð!…

Veisluís – Nýr ís frá Emmessís!

Það fer ekki á milli mála að rjómaísinn frá Emmessís hefur verið í uppáhaldi hjá landsmönnum frá því að framleiðslan hófst árið 1960. Árið 2019 kynnti fyrirtækið rjómaísana í umhverfisvænum umbúðum við góðar undirtektir. Nú hefur Emmessís kynnt til leiks…

Ekki hægt að afgreiða klaka 12. og 13. nóv

Vegna framkvæmda verður ekki hægt að afgreiða klaka í afgreiðslu okkar föstudaginn 12. og laugardaginn 13. nóvember. Við biðjumst velvirðingar á því.

Frisko sumar ís!

Frisko ís er hugsaður fyrir alla fjölskylduna – líka börn. Þess vegna setur Frisko fram það loforð að næringarinnihald sé innan ákveðinna gilda sem lágmarka óhollustu en bitnar ekki á bragðinu ?

Ný pinnalína!

Við kynnum með stolti til leiks nýja pinnalínu þar sem má finna bæði gamla og nýja vini. Það sem þau eiga sameiginlegt er að vera algjörir ærslabelgir og elska fjör!

Oppo ís – NÝTT

Sjúklega ljúffengur, náttúruleg hágæða innihaldsefni, örfáar kalóríur, lágkolvetna- og ketóvænir. Er hægt að biðja um eitthvað betra en Oppo ís í janúar?

Velkomin á vef Emmessís

Kæru viðskiptavinir og samstarfsaðilar. Á síðastliðnum tveimur árum hefur átt sér stað mikil uppbygging hjá Emmessís. Rótgróið fyrirtæki sem heldur fast í hefðir, en óhrætt við breytingar og er í stöðugri framþróun.

Alltaf á toppnum!

Hnetutoppur var fyrst boðinn landsmönnum í hátíðahöldunum 17. júní árið 1968. Eftir allan þennan tíma er Hnetutoppur enn langvinsælasti ís Emmessíss sama hvaða nýjungar hafa litið dagsins ljós.

Úrval af pinnum

Við erum með stórglæsilegt úrval af pinnum í vefverslun okkar. Skoðið úrvalið hér fyrir neðan, Djæf, vanillu- eða ávaxtastöng, trúðaís eða lurkar.. þeir eru hver öðrum betri ?

Veislukassinn

Hjá Ísmanninum er hægt að leigja ílát í öllum stærðum til að kæla drykkjarföng, allt frá litlum bölum og upp í 400 lítra ker.

Ísmolar

Hér er hægt að panta ísmola eða mulinn ís í 1.5 kg pokum og það er líka hægt að fá pokana okkar í  næstu verslun 🙂

Hve lengi endist klakinn?

Óopnaður frauðplastkassi heldur klökunum undir frostmarki í að minnsta kosti sólarhring, en það er háð því að hann sé lokaður frá afhendingu og þar til á að nota klakann.

Það fer eftir árstíma og hitastigi í rýminu hve lengi klakinn endist eftir að frauðplastkassinn hefur verið opnaður eða klakinn settur í annað ílát. Ágætt er að hella salti yfir ísmolana ef þeir eru notaðir til að kæla drykki í íláti en við það lækkar bræðslumark (e. melting temprature) þeirra og þeir endast lengur. Þá er gott að hafa rakt viskastykki við höndina til að þurrka af dósum og flöskum og koma í veg fyrir saltför á borðum.

Hvað þarf ég mikið magn?

Miðað er við að einn frauðplastkassi dugi til að fylla tvo bala af klökum.

Við mælum með 1 frauðplastkassa fyrir:

-          35 manns eingöngu til að kæla drykki.

-          45-55 manns eingöngu til að setja ofan í glös.

-          25 manns til að kæla drykki og setja ofan í glös.

Mulinn ís er yfirlett notaður í kokteila svo sem Mojito og Moscow Mule en hann er einnig hentugur til að kæla drykki í bala eða öðru íláti.