Fréttir Matarhugmyndir

Häagen-Dazs neopolitan ís frá Gotteri.is

Häagen-Dazs neopolitan ís með dýfu og hnetum hætti Berglindar hjá Gotteri.is

Haagen-Dasz Gotteri.is

Uppskrift gefur 16 stykki

  • 1 x Häagen-Dazs ís Macaron/jarðarberja + hindberja
  • 1 x Häagen-Dazs ís Macaron/súkkulaði
  • 1 x Häagen-Dazs ís vanillu
  • 250 g dökkt súkkulaði
  • Hakkaðar heslihnetur
  • 16 stk. ísprik
  1. Leyfið ísdósunum að standa á borðinu í um hálftíma.
  2. Setjið bökunarpappír í botninn á c.a 20 x 20 cm ferköntuðu formi.
  3. Smyrjið súkkulaðiísnum fyrst í botninn á forminu, næst vanillu og að lokum jarðarberja. Það er allt í lagi þó bragðtegundirnar blandist saman og það má líka hræra þeim aðeins saman fyrir marmaraáferð.
  4. Stingið 16 ísprikum (4×4) með jöfnu millibili í ísinn og frystið að nýju í að minnsta kosti 3 klukkustundir.
  5. Lyftið þá ísnum upp úr forminu á bökunarpappírnum, skerið í bita og geymið áfram í frystinum.
  6. Bræðið á meðan súkkulaði og takið til heslihnetur, dýfið síðan einum í einu í súkkulaði hálfa leið og stráið hnetum yfir súkkulaðið áður en það storknar, safnið íspinnunum svo saman jafnóðum í frystinum og leyfið þeim að standa þar að nýju í um klukkustund áður en þeirra er notið.

Neopolitan ís með dýfu og hnetum