Matarhugmyndir

Heit súkkulaðikaka með vanillu rjómaís frá Gotterí og gersemar

Æðisleg súkkulaðikaka með vanillu rjómaís að hætti Berglindar sem sér um síðuna gotteri.is. Hægt er að sjá uppskriftina hér neðar.

Daði Sigurjónsson

Daði Sigurjónsson

12. apríl 2024

Gotterí og Gersemar

Heit súkkulaðikaka með ís

 • 2 x Betty Crocker Chocolate Chip mix
 • 2 msk. bökunarkakó
 • 150 g smjör (brætt)
 • 30 ml vatn
 • 60 g dökkt súkkulaði (gróft saxað)
 • Emmess ís með vanillubragði
 • Þykk karamellusósa
 1. Hitið ofninn í 160°C.
 2. Smyrjið eldfast mót/pönnu að innan með vel af smjöri.
 3. Setjið Betty Crocker duftið í skál ásamt bökunarkakó, bræddu smjöri og vatni.
 4. Hrærið/pískið saman og setjið síðan dökka súkkulaðið saman við í lokin.
 5. Hellið í formið og bakið í 16-20 mínútur (eftir því hversu blauta þið viljið hafa kökuna).
 6. Leyfið henni aðeins að kólna og berið síðan fram volga með ís og karamellusósu. Einnig er gott að setja smá karamellukurl á toppinn en þess þarf þó ekki.