Fréttir Vörur

Alltaf á toppnum!

Hnetutoppur var fyrst boðinn landsmönnum í hátíðahöldunum 17. júní árið 1968. Eftir allan þennan tíma er Hnetutoppur enn langvinsælasti ís Emmessíss sama hvaða nýjungar hafa litið dagsins ljós.

1912 IT

1912 IT

12. janúar 2021

Hnetutoppur er dýrindis rjómaís í stökku vöffluformi með heslihnetukurli og súkkulaðihjúp. Hann hefur alltaf verið framleiddur eins og passað að breyta ekki einu né neinu þegar kemur að honum. Uppskriftin er sú sama og árið 1968 og landsmenn alltaf jafn ánægðir með hann, ungir sem aldnir.

Árið 2020 kom Emmessís með afmælisís ársins og var uppskriftin að honum einmitt Hnetutoppurinn. Efsta lag ísins er þakið stökku súkkulaði með hnetutopps-kurli dreifðu yfir, inni í honum má svo finna vöffluformsbita umvafna í hreinu eðal súkkulaði. Í ljósi mikilla vinsælda var ákveðið að  halda áfram með ísinn sem hefur fengið nafnið Hnetutopps Rjómaís. Ísinn er hægt að fá bæði í 1,3l boxi og 0,5l boxi.

Ásamt hinum klassíska góða hnetutopp er hægt að fá bananatopp, daimtopp og nammitopp.