Fréttir Vörur

Alltaf á toppnum!

Hnetutoppur var fyrst boðinn landsmönnum í hátíðahöldunum 17. júní árið 1968. Eftir allan þennan tíma er Hnetutoppur enn langvinsælasti ís Emmessíss sama hvaða nýjungar hafa litið dagsins ljós.

1912 IT

1912 IT

12. janúar 2021

Hnetutoppur er dýrindis rjómaís í stökku vöffluformi með heslihnetukurli og súkkulaðihjúp. Hann hefur alltaf verið framleiddur eins og passað að breyta ekki einu né neinu þegar kemur að honum. Uppskriftin er sú sama og árið 1968 og landsmenn alltaf jafn ánægðir með hann, ungir sem aldnir.

Árið 2020 kom Emmessís með afmælisís ársins og var uppskriftin að honum einmitt Hnetutoppurinn. Efsta lag ísins er þakið stökku súkkulaði með hnetutopps-kurli dreifðu yfir, inni í honum má svo finna vöffluformsbita umvafna í hreinu eðal súkkulaði. Í ljósi mikilla vinsælda var ákveðið að  halda áfram með ísinn sem hefur fengið nafnið Hnetutopps Rjómaís. Ísinn er hægt að fá bæði í 1,3l boxi og 0,5l boxi.

Ásamt hinum klassíska góða hnetutopp er hægt að fá bananatopp, daimtopp og nammitopp.

Hve lengi endist klakinn?

Óopnaður frauðplastkassi heldur klökunum undir frostmarki í að minnsta kosti sólarhring, en það er háð því að hann sé lokaður frá afhendingu og þar til á að nota klakann.

Það fer eftir árstíma og hitastigi í rýminu hve lengi klakinn endist eftir að frauðplastkassinn hefur verið opnaður eða klakinn settur í annað ílát. Ágætt er að hella salti yfir ísmolana ef þeir eru notaðir til að kæla drykki í íláti en við það lækkar bræðslumark (e. melting temprature) þeirra og þeir endast lengur. Þá er gott að hafa rakt viskastykki við höndina til að þurrka af dósum og flöskum og koma í veg fyrir saltför á borðum.

Hvað þarf ég mikið magn?

Miðað er við að einn frauðplastkassi dugi til að fylla tvo bala af klökum.

Við mælum með 1 frauðplastkassa fyrir:

-          35 manns eingöngu til að kæla drykki.

-          45-55 manns eingöngu til að setja ofan í glös.

-          25 manns til að kæla drykki og setja ofan í glös.

Mulinn ís er yfirlett notaður í kokteila svo sem Mojito og Moscow Mule en hann er einnig hentugur til að kæla drykki í bala eða öðru íláti.