Um Emmessís
Emmessís var formlega stofnað þann 12. maí árið 1960 sem ísgerð mjólkursamsölunnar og var þá staðsett í Mjólkurstöðinni við Laugaveg. Frá því um miðja seinni heimsstyrjöldina höfðu menn innan mjólkursamsölunnar haft hug á því að flytja inn vélar til ísgerðar, en á þessum árum voru innflutningshöft mikil og leyfi til þessa innflutnings fékkst ekki fyrr en árið 1959 og hófst framleiðslan árið eftir.
Við stofnun fyrirtækisins var á boðstólnum vanillu-, nougat-, og jarðarberjarjómaís í nokkrum stærðum, súkkulaðiíspinnar með nougat auk ísblöndu fyrir þá staði sem að höfðu ísvélar til umráða. Í gegnum árin hefur vöruúrvalið aukist jafnt og þétt og er svo komið í dag að vörutegundirnar eru um 150 talsins auk allra stuðningsvara sem að einnig eru seldar.
Þann 17. júní árið 1968 kom hnetutoppurinn fyrst á markað og varð hann um leið vinsæll líkt og hann hefur verið allar götur síðan.
Frá 2007 hefur Emmessís verið rekið í einkaeigu.
Afgreiðslutími og þjónusta
Söludeild
Mán-Fös 8.00-16.00
Vöruhús
Reykjavík: Mán – fös 8.00-16.00
Akureyri: Mán – fös 8.00-14.00
Ertu með fyrirspurn eða ábendingu?
Fyrirspurnir eða ábendingar eru alltaf vel þegnar. Þær hjálpa okkur að koma til móts við viðskiptavini okkar og gera enn betur. Hvort sem það snýr að vefsíðunni, þjónustu eða öðru – láttu það flakka. Svo geturðu líka rætt við okkur í gegnum netspjallið í hægra horninu á síðunni. Heyrumst!