Matarhugmyndir Matarhugmyndir

Veisluís í páskabúningi með makkarónubotni og karamellusósu að hætti GRGS

Veisluísinn er kominn aftur í verslanir! Hafðu páskadesertinn einfaldan og bragðgóðan – Páskarnir eru til að njóta, þetta þarf ekki að vera flókið.

INNIHALDSLÝSING

  • 130 g makkarónukökur, muldar
  • 100 g smjör, bráðið
  • 1 pakki (1,3L) Veisluís frá Emmessís með eplum, kanil og kökukurli
  • 250 ml rjómi, þeyttur
  • Karamellu íssósa frá Emmessís
  • Súkkulaði að eigin vali, saxað

AÐFERÐ

1. Blandið bræddu smjöri og muldum makkarónum vel saman.
2. Látið ís í form, gott er að nota form sem er annaðhvort úr siliconi svo auðvelt sé að ná honum úr forminu eða láta plastfilmu í formið áður en ísinn er settur í. Látið síðan makkarónumulninginn yfir ísinn og þrýstið honum lítillega niður í ísinn. Látið í frysti í að minnsta kosti klukkustund.
3. Takið úr frysti og látið ískökurnar á diska. Látið rjóma á toppinn með sprautustúti, hellið smá karamellusósu yfir og stráið súkkulaði yfir allt.
Uppskrift: Gulur, Rauður, Grænn & Salt