Uncategorized

Veisluís – Nýr ís frá Emmessís!

Það fer ekki á milli mála að rjómaísinn frá Emmessís hefur verið í uppáhaldi hjá landsmönnum frá því að framleiðslan hófst árið 1960. Árið 2019 kynnti fyrirtækið rjómaísana í umhverfisvænum umbúðum við góðar undirtektir. Nú hefur Emmessís kynnt til leiks nýjan meðlim í rjómaísafjölskylduna. Ísinn ber heitið Veisluís og er…

Ragnheiður Skúladóttir

Ragnheiður Skúladóttir

17. nóvember 2021

Hve lengi endist klakinn?

Óopnaður frauðplastkassi heldur klökunum undir frostmarki í að minnsta kosti sólarhring, en það er háð því að hann sé lokaður frá afhendingu og þar til á að nota klakann.

Það fer eftir árstíma og hitastigi í rýminu hve lengi klakinn endist eftir að frauðplastkassinn hefur verið opnaður eða klakinn settur í annað ílát. Ágætt er að hella salti yfir ísmolana ef þeir eru notaðir til að kæla drykki í íláti en við það lækkar bræðslumark (e. melting temprature) þeirra og þeir endast lengur. Þá er gott að hafa rakt viskastykki við höndina til að þurrka af dósum og flöskum og koma í veg fyrir saltför á borðum.

Hvað þarf ég mikið magn?

Miðað er við að einn frauðplastkassi dugi til að fylla tvo bala af klökum.

Við mælum með 1 frauðplastkassa fyrir:

-          35 manns eingöngu til að kæla drykki.

-          45-55 manns eingöngu til að setja ofan í glös.

-          25 manns til að kæla drykki og setja ofan í glös.

Mulinn ís er yfirlett notaður í kokteila svo sem Mojito og Moscow Mule en hann er einnig hentugur til að kæla drykki í bala eða öðru íláti.