Fréttir Vörur

Velkomin á vef Emmessís

Kæru viðskiptavinir og samstarfsaðilar. Á síðastliðnum tveimur árum hefur átt sér stað mikil uppbygging hjá Emmessís. Rótgróið fyrirtæki sem heldur fast í hefðir, en óhrætt við breytingar og er í stöðugri framþróun.

1912 IT

1912 IT

13. janúar 2021

Við hjá Emmessís setjum markmiðið hátt að bjóða viðskiptavinum okkar upp á gæðaís, sem á að vera upplifun frá fyrsta bita og til þess síðasta. Við notum eingöngu bestu möguleg hráefni hverju sinni og að sjálfsögðu er íslenskur eðalrjómi hjartað í honum slær.

Viðskiptavinir okkar eru þeir mikilvægustu og því er það okkur mikið kappsmál að þeir upplifi góða þjónustu. Svo er það síðast en ekki síst, njóta – já, við viljum að þú njótir þess að versla og borða Emmessís.

Hér á heimasíðu Emmessís er hægt að fylgjast með hvað öllu því spennandi sem er í gangi hjá okkur hverju sinni. Á henni má finna upplýsingar um vörur okkar og þær nýjungar sem eru að koma á markað. Við hvetjum þig til að skrá á þig á póstlista okkar. Enginn vill láta upplifun og hamingju fram hjá sér fara.

Sumir segja ísinn vera kaldan, öðrum huggun og fyrir mörgum er hann mikilvægur hluti af samveru fjölskyldna og vina, sem skapar gleði og minningar hvers og eins.

Fyrir okkur er hann hreint lostæti sem allir eiga rétt á að njóta.

Hve lengi endist klakinn?

Óopnaður frauðplastkassi heldur klökunum undir frostmarki í að minnsta kosti sólarhring, en það er háð því að hann sé lokaður frá afhendingu og þar til á að nota klakann.

Það fer eftir árstíma og hitastigi í rýminu hve lengi klakinn endist eftir að frauðplastkassinn hefur verið opnaður eða klakinn settur í annað ílát. Ágætt er að hella salti yfir ísmolana ef þeir eru notaðir til að kæla drykki í íláti en við það lækkar bræðslumark (e. melting temprature) þeirra og þeir endast lengur. Þá er gott að hafa rakt viskastykki við höndina til að þurrka af dósum og flöskum og koma í veg fyrir saltför á borðum.

Hvað þarf ég mikið magn?

Miðað er við að einn frauðplastkassi dugi til að fylla tvo bala af klökum.

Við mælum með 1 frauðplastkassa fyrir:

-          35 manns eingöngu til að kæla drykki.

-          45-55 manns eingöngu til að setja ofan í glös.

-          25 manns til að kæla drykki og setja ofan í glös.

Mulinn ís er yfirlett notaður í kokteila svo sem Mojito og Moscow Mule en hann er einnig hentugur til að kæla drykki í bala eða öðru íláti.