Fréttir Vörur

Velkomin á nýjan vef Emmessís

Kæru viðskiptavinir og samstarfsaðilar. Á síðastliðnum tveimur árum hefur átt sér stað mikil uppbygging hjá Emmessís. Rótgróið fyrirtæki sem heldur fast í hefðir, en óhrætt við breytingar og er í stöðugri framþróun.

Helga Eir Gunnlaugsdóttir

Helga Eir Gunnlaugsdóttir

13. janúar 2021

Við hjá Emmessís setjum markmiðið hátt að bjóða viðskiptavinum okkar upp á gæðaís, sem á að vera upplifun frá fyrsta bita og til þess síðasta. Við notum eingöngu bestu möguleg hráefni hverju sinni og að sjálfsögðu er íslenskur, eðal, rjómi hjartað sem slær í honum.

Viðskiptavinir okkar eru þeir mikilvægustu og því er það okkur mikið kappsmál að þeir upplifi góða þjónustu. Svo er það síðast en ekki síst, njóta – já, við viljum að þú njótir þess að versla og borða Emmessís.

Í lok árs 2019 hætti Emmessís allri framleiðslu á boxaís í plasti og skipti yfir í pappaumbúðir. Með réttri flokkun á þeim, er hægt að ná fram umhverfisvænni niðurstöðum en hingað til..

Á árinu 2020 komum við með afmælisís ársins og fékk hann, vægt til orða tekið, frábærar viðtökur meðal viðskiptavina okkar. Fyrirmynd hans er ein af okkar allra vinsælustu vörum, Hnetutoppurinn. Efsta lag ísins er þakið stökku súkkulaði með hnetutopps-kurli dreifðu yfir, inni í honum má svo finna vöffluformsbita umvafna í hreinu eðal súkkulaði. Ísinn er hægt að fá bæði í 1,3l boxi og 0,5l boxi. Í ljósi frábærra viðtakna höfum við ákveðið að halda áfram með ísinn og gefa honum sitt eigið nafn, Hnetutopps Rjómaís.

Ásamt Hnetutopps rjómaíssins kom vanillubangsinn á markað og viðbrögð viðskiptavina okkar létu ekki á sér standa, hreint út sagt frábærar – jafnt hjá ungum sem öldnum.

Oft er talað um líftíma vöru, þær dafni vel í fyrsta fasa, svo komi stöðnun í öðrum fasa og á endanum hefst hnignunarferlið.

Svo virðist sem okkar mest þekktu vörur, sem sumar hverjar hafa verið með okkur í yfir 50 ár, hafa aldrei verið jafn vinsælar eins og í dag. Þar trónir Hnetutoppurinn á toppnum og kemur Ísblómið í humótt á eftir honum. Hver kannast ekki við ísblómið sem eftirrétt hjá ömmu og afa á sunnudögum, jólum, páskum og við önnur tilefni þegar fjölskyldan kemur saman. Að vissu leyti má segja að ísblómið sé tímavél, það fær okkur til að dreyma um þá gömlu góðu daga, á sama tíma og það er að skapa nýjar minningar.

Nýju ári fylgja nýjungar og verður 2021 engin undantekning. Það er spennandi ár framundan og má búast við fyrsta nýliðanum nú strax í febrúar

Hér á nýju heimasíðu Emmessís er hægt að fylgjast með hvað öllu því spennandi sem er í gangi hjá okkur hverju sinni. Á henni verða reglulega leikir og uppákomur, hér má einnig finna upplýsingar um vörur okkar og þær nýjungar sem eru að koma á markað. Við hvetjum þig til að skrá á þig á  póstlista okkar. Enginn vill láta upplifun og hamingju fram hjá sér fara.

Sumir segja ísinn vera kaldan, öðrum huggun og fyrir mörgum er hann mikilvægur hluti af samveru fjölskyldna og vina, sem skapar gleði og minningar hvers og eins.

Fyrir okkur er hann hreint lostæti sem allir eiga rétt á að njóta.

Pálmi Jónsson, framkvæmdastjóri Emmessís