Fréttir
Matarhugmyndir
Volg smákaka með Hátíðarís frá Gotterí og gersemar
Þegar myrkrið leggst yfir og skapar notalega kvöldstemningu, er fátt betra en að njóta dásamlegs Hátíðaríss með volgri smáköku. Ljúffengt ísbragðið sameinast hlýjunni frá smákökunni og gerir hversdagskvöld að hátíðarstund. Þetta er hinn fullkomni eftirréttur til að gera dimma daga aðeins bjartari. Sjá nánar hér: https://www.gotteri.is/2024/11/19/volg-smakaka-med-hatidaris/
Volg smákaka með hátíðarís
Uppskrift gefur 7 kökur
- 1 x Betty Crocker smákökumix
- 50 g smjör við stofuhita
- 1 msk. vatn
- 30 g súkkulaðidropar
- Hátíðarís frá Emmess
- Súkkulaði- núggatsósa (sjá uppskrift að neðan)
- Karamellukurl
- Hitið ofninn í 160°C (blástur).
- Blandið Betty Crocker mixi saman við smjör og vatn og hrærið þar til þykkt deig myndast.
- Blandið þá súkkulaðidropunum saman við með sleif.
- Rúllið kúlu úr kúfaðri matskeið og raðið á bökunarplötu með gott bil á milli.
- Bakið í 12-18 mínútur eftir því hversu stökkar þið viljið hafa kökurnar.
- Setjið köku á disk og góða ískúlu af hátíðarísnum yfir og því næst súkkulaðisósu og meira karamellukurl.
Súkkulaði- núggat sósa
- 100 g dökkt súkkulaði
- 40 g núggat
- 70 ml rjómi
- Setjið allt saman í pott og bræðið saman við meðalháan hita þar til kekkjalaus sósa hefur myndast.