Umfang

Gæða- og matvælaöryggisstefnan nær til allrar starfsemi 1912 ehf. og dótturfélaga þess Nathan & Olsen hf, Ekrunnar ehf. og Emmessís ehf.
Allir starfsmenn bera ábyrgð á að fylgja stefnunni hver á sínu sviði. Gæða- og matvælaöryggisstefnan er í samræmi við markmið og gildi og aðrar stefnur fyrirtækjanna.


Stefna

Stefna 1912 og dótturfélaga er:

  • Að uppfylla ávallt lög og reglur sem gerðar eru til starfsemi fyrirtækjanna.
  • Að starfrækja gæðakerfi sem byggja á ISO-9001:2015 gæðastaðlinum og HACCP gæðakerfinu
  • Að Emmessís ehf. starfræki jafnframt matvælaöryggiskerfi skv. ISO 22000:2018 og FSSC 22000 staðlinum.
  • Að vera fyrsta val viðskiptavinarinns og að tryggja að væntingar viðskiptavina til þjónustu og vara fyrirtækisins standist og sé virðisaukandi fyrir þá.
  • Að bjóða upp á gæðavörur og tryggja að matvæli sem fyrirtækin framleiða og dreifa uppfylli ítrustu kröfur um matvælaöryggi.
  • Að taka við ábendingum frá viðskiptavinum með ábyrgum hætti og bregðast við þeim á viðeigandi hátt.
  • Að áhersla sé lögð á að skapa gæða- og matvælaöryggismenningu með hvatningu, þjálfun og góðu upplýsingastreymi að leiðarljósi.
  • Að gæða- og matvælaöryggisstefnan sé aðgengileg öllum og fjallað um hana reglulega innanfyrirtækisins.


1912 ehf. og dótturfélög setja sér markmið og mælikvarða til að tryggja að gæði og matvælaöryggi standist ítrustu kröfur. Rík áhersla er lögð á stöðugar umbætur. Gæða- og matvælaöryggisstefnan er ávallt kynnt nýju starfsfólki og reglulega birt á innri vef samstæðunnar.
Gæða- og matvælaöryggisstefnan er endurskoðuð reglulega af framkvæmdastjórn fyrirtækisins.

Gæða- og matvælaöryggisstefnan var síðast yfirfarin þann: 03.09.2023