Matarhugmyndir Matarhugmyndir

Veisluís í páskabúningi með makkarónubotni og karamellusósu að hætti GRGS

Veisluísinn er kominn aftur í verslanir! Hafðu páskadesertinn einfaldan og bragðgóðan – Páskarnir eru til að njóta, þetta þarf ekki að vera flókið.

Ragnheiður Skúladóttir

Ragnheiður Skúladóttir

11. apríl 2022

INNIHALDSLÝSING

  • 130 g makkarónukökur, muldar
  • 100 g smjör, bráðið
  • 1 pakki (1,3L) Veisluís frá Emmessís með eplum, kanil og kökukurli
  • 250 ml rjómi, þeyttur
  • Karamellu íssósa frá Emmessís
  • Súkkulaði að eigin vali, saxað

AÐFERÐ

1. Blandið bræddu smjöri og muldum makkarónum vel saman.
2. Látið ís í form, gott er að nota form sem er annaðhvort úr siliconi svo auðvelt sé að ná honum úr forminu eða láta plastfilmu í formið áður en ísinn er settur í. Látið síðan makkarónumulninginn yfir ísinn og þrýstið honum lítillega niður í ísinn. Látið í frysti í að minnsta kosti klukkustund.
3. Takið úr frysti og látið ískökurnar á diska. Látið rjóma á toppinn með sprautustúti, hellið smá karamellusósu yfir og stráið súkkulaði yfir allt.
Uppskrift: Gulur, Rauður, Grænn & Salt
Hve lengi endist klakinn?

Óopnaður frauðplastkassi heldur klökunum undir frostmarki í að minnsta kosti sólarhring, en það er háð því að hann sé lokaður frá afhendingu og þar til á að nota klakann.

Það fer eftir árstíma og hitastigi í rýminu hve lengi klakinn endist eftir að frauðplastkassinn hefur verið opnaður eða klakinn settur í annað ílát. Ágætt er að hella salti yfir ísmolana ef þeir eru notaðir til að kæla drykki í íláti en við það lækkar bræðslumark (e. melting temprature) þeirra og þeir endast lengur. Þá er gott að hafa rakt viskastykki við höndina til að þurrka af dósum og flöskum og koma í veg fyrir saltför á borðum.

Hvað þarf ég mikið magn?

Miðað er við að einn frauðplastkassi dugi til að fylla tvo bala af klökum.

Við mælum með 1 frauðplastkassa fyrir:

-          35 manns eingöngu til að kæla drykki.

-          45-55 manns eingöngu til að setja ofan í glös.

-          25 manns til að kæla drykki og setja ofan í glös.

Mulinn ís er yfirlett notaður í kokteila svo sem Mojito og Moscow Mule en hann er einnig hentugur til að kæla drykki í bala eða öðru íláti.