Matarhugmyndir

Veisluísbomba að hætti GRGS

Í tilefni af komu Veisluísins á markað fengum við Berglindi hjá Gulur, Rauður, Grænn & Salt til liðs við okkur við gerð uppskriftar fyrir ísinn. Úr varð unaðsleg Veisluísbomba með brownie botni og marengshjúp. Einföld í gerð og dásamlega bragðgóð!  

Ragnheiður Skúladóttir

Ragnheiður Skúladóttir

10. desember 2021

INNIHALDSLÝSING

3 lítrar Veisluís
1 pakki brownie mix frá Betty Crocker
Marengs:
4 eggjahvítur
200 g sykur
½ tsk sítrónusafi
½ tsk vanilludropur
Annað:
Brennari eða vindheldur kveikjari
3 lítra skál 22 cm í þvermál
22 cm bökunarform

AÐFERÐ

1. Látið plastfilmu í skálina og setjið ísinn þar í. Látið plasfilmu yfir og setjið í frysti í amk 8 klst.
 

2.

 

Bakið brownies í 22 cm bökunarformi samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu. Kælið og látið ísinn og kökuna saman og í frysti í 30 mínútur.

3.  

Gerið því næst marengsinn. Setjið eggjahvítu, sykur, sítrónusafa í hitaþolna skál. Setjið yfir pott með vatni en þannig að skálin snerti ekki vatnið. Hrærið stöðugt í um það bil fimm mínútur eða þar til sykurinn er bráðinn. Takið af hitanum og setjið í hrærivélaskál. Hrærið á mesta hraða um 5-10 mínútur eða þar til myndast hefur stífur og glansandi marengs. Bætið vanilludropum saman við.

4.  

Takið ískökuna úr fyrsti og setjið á kökustand. Látið marengs yfir kökuna og dreyfið vel úr honum með skeið. Brúnið marengsinn með brennara eða vindheldum kveikjara. Berið fram strax og njótið.

 

Uppskrift: Gulur, Rauður, Grænn & Salt