Matarhugmyndir

Veisluísbomba að hætti GRGS

Í tilefni af komu Veisluísins á markað fengum við Berglindi hjá Gulur, Rauður, Grænn & Salt til liðs við okkur við gerð uppskriftar fyrir ísinn. Úr varð unaðsleg Veisluísbomba með brownie botni og marengshjúp. Einföld í gerð og dásamlega bragðgóð!  

Ragnheiður Skúladóttir

Ragnheiður Skúladóttir

10. desember 2021

INNIHALDSLÝSING

3 lítrar Veisluís
1 pakki brownie mix frá Betty Crocker
Marengs:
4 eggjahvítur
200 g sykur
½ tsk sítrónusafi
½ tsk vanilludropur
Annað:
Brennari eða vindheldur kveikjari
3 lítra skál 22 cm í þvermál
22 cm bökunarform

AÐFERÐ

1. Látið plastfilmu í skálina og setjið ísinn þar í. Látið plasfilmu yfir og setjið í frysti í amk 8 klst.
 

2.

 

Bakið brownies í 22 cm bökunarformi samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu. Kælið og látið ísinn og kökuna saman og í frysti í 30 mínútur.

3.  

Gerið því næst marengsinn. Setjið eggjahvítu, sykur, sítrónusafa í hitaþolna skál. Setjið yfir pott með vatni en þannig að skálin snerti ekki vatnið. Hrærið stöðugt í um það bil fimm mínútur eða þar til sykurinn er bráðinn. Takið af hitanum og setjið í hrærivélaskál. Hrærið á mesta hraða um 5-10 mínútur eða þar til myndast hefur stífur og glansandi marengs. Bætið vanilludropum saman við.

4.  

Takið ískökuna úr fyrsti og setjið á kökustand. Látið marengs yfir kökuna og dreyfið vel úr honum með skeið. Brúnið marengsinn með brennara eða vindheldum kveikjara. Berið fram strax og njótið.

 

Uppskrift: Gulur, Rauður, Grænn & Salt

Hve lengi endist klakinn?

Óopnaður frauðplastkassi heldur klökunum undir frostmarki í að minnsta kosti sólarhring, en það er háð því að hann sé lokaður frá afhendingu og þar til á að nota klakann.

Það fer eftir árstíma og hitastigi í rýminu hve lengi klakinn endist eftir að frauðplastkassinn hefur verið opnaður eða klakinn settur í annað ílát. Ágætt er að hella salti yfir ísmolana ef þeir eru notaðir til að kæla drykki í íláti en við það lækkar bræðslumark (e. melting temprature) þeirra og þeir endast lengur. Þá er gott að hafa rakt viskastykki við höndina til að þurrka af dósum og flöskum og koma í veg fyrir saltför á borðum.

Hvað þarf ég mikið magn?

Miðað er við að einn frauðplastkassi dugi til að fylla tvo bala af klökum.

Við mælum með 1 frauðplastkassa fyrir:

-          35 manns eingöngu til að kæla drykki.

-          45-55 manns eingöngu til að setja ofan í glös.

-          25 manns til að kæla drykki og setja ofan í glös.

Mulinn ís er yfirlett notaður í kokteila svo sem Mojito og Moscow Mule en hann er einnig hentugur til að kæla drykki í bala eða öðru íláti.